Einelti á heila starfsgrein.

Einelti á heila starfsgrein

 

Það er svo einkennilegt að þegar einelti á sér stað lætur þolandinn yfirleitt ekkert í sér heyra og eins lítið fyrir sér fara og mögulegt er. Niðurbrotið er oft langvinnt og algjört, sjálfsmyndin brotin og tilveruréttur óljós.

 

Í okkar þjóðfélagi er tekið á þessum ósóma og sem betur fer er stór hluti þjóðarinnar orðinn vel upplýstur um afleiðingar eineltis og vill vinna á móti því.  

 

Svo eru aðrir sem eru ver upplýstir og svífast einskis í þessum málum og leggja bæði einstaklinga og jafnvel heila starfsgrein í einelti, en það hefur átt sér stað í áratugi “og flestum virðist sama því þetta hefur viðgengist svo lengi að það hlýtur að vera í lagi”.  Allir virðast hafa veiðileyfi á græðara og það fólk sem vinnur með hefðbundnar heildrænar meðferðir (hhm).

 

Undirrituð hefur starfað sem græðari á þriðja áratug. Ég tel mig vera ágætlega menntaða og ábyrga fagmanneskju. Flestir sem starfa við hhm. er vel menntað fólk sem vinnur af heilindum  við að hjálpa fólki til að öðlast bætta heilsu og betri líðan. Reyndar finnast í öllum stéttum fúskarar og kuklarar, bæði meðal lækna, græðara og iðnaðarmanna svo dæmi sé tekið.

 

Hjá þessum hrokafullu eineltisaðilum sem finnst þeir skarta “vitrænum heiðarleika” skín hinsvegar í gegn að græðarar og þeir sem vinna með heildrænar meðferðir séu ómenntað lið sem svífst einskis til að svíkja og pretta veikburða fólk.

 

Þeir sem harðastir eru í eineltinu og misvel upplýstir einstaklingar fordæma heildrænar meðferðir sem “gervivísindi”. Staðreyndin er hinsvegar sú að stór hluti þessara meðferða byggir á mörg hundruð- og mörg þúsundára gömlum læknavísindum frá austurlöndum þ.á m. Kína. Í þeim vísindum er leitað að orsökum veikindanna eða uppruna ójafnvægis líkamans og leitast er við að leiðrétta það ójafnvægi til að líkaminn geti sem best gert við sig sjálfur. Enn önnur meðferðarform eru upprunnin frá Evrópu og Ameríku og eiga þessar meðferðir rétt á sér ef þær hjálpa fólki til bættar heilsu.

 

Vestræn læknavísindi sem eru alveg stórkostleg, eru bara hvítvoðungur í samanburði við aldur og reynslu hinna austrænu læknavísinda.

Það er enginn læknir, græðari eða meðferðaaðili sem læknar fólk, heldur er fólki hjálpað í þær aðstæður að batakerfi líkamans geti unnið sem skyldi. Hvort sem það er með lyfjum, nálastungum, uppskurði, samtalsmeðferð, remedíum, nuddi eða grasalækningum.

 

Skjólstæðingar græðara og heilsunuddara sitja ekki við sama borð og skjólstæðingar hefðbundinna heilbrigðisstétta þar sem fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt verð af sinni þjónustu  og þar að auki virðisaukaskatt (VSK)  til ríkisins. Hinn hópurinn fær niðurgreidda þjónustuna og sleppur við VSK. Það eru margir meðferðaraðilar sem koma úr hefðbundnum heilbrigðisstéttum og vinna utan heilbrigðisstofnana, við hlið græðara, þeir þurfa ekki að greiða VSK. Mismununin er augljós, hefðbundnu heilbrigðisstéttirnar geta selt sína þjónustu ódýrari eða haft meira upp úr vinnu sinni en græðarar.

 

Er ekki kominn tími til að leiðrétta þessa mismunun?

 

Ég er í sjálfu sér ekki hlynnt niðurgreiðslu ríkisins af þjónustu græðara  frekar en af þjónustu ýmissa annarra heilbrigðisstétta. Ef þjónustuaðili þarf ekki að leggja sig fram faglega til að skjólstæðingar eða sjúklingar leiti til þeirra, heldur komi þeir á “færibandi” þá er hætta á að þjónustan verði ómarkviss og þar af leiðandi lélegri. Ég vil hafa það þannig að þjónustuaðilar þurfi að sýna árangur í starfi, eins og er hjá okkur sem vinnum með heildrænar meðferðir, (þeir sem ekki standa sig faglega fá ekkert að gera). Hinsvegar vill ég að virðisaukaskattur verði felldur niður af starfsemi skráðra græðara, heilsunuddara og þeirra sem hafa viðurkennda menntun í hefðbundnum heildrænum meðferðum og að allir landsmenn sitji við sama borð í þessum efnum.

 

Það vekur undrun mína og særir siðgæðistilfinningu mína þegar ég hlusta á í fjölmiðlum og les greinar og blogg á netinu að flestir sem láta hæst og eru harðastir í eineltinu eru annaðhvort nemendur við æðstu menntastofnun landsins eða eru útskrifaðir frá þeirri sömu stofnun. Ég velti fyrir mér hvort það sé skortur á skynsemi, skortur á samhygð, skortur á sjálfsgagnrýni eða einfaldlega menntahroki sem þetta fólk lætur leiðast af, eða kemur hér berlega í ljós það sem gamalt íslenskt máltæki segir, “að hæst bylur í tómri tunnu”.

 

Ég þakka þeim sem láta sig varða ómálefnalegar dylgjur, misrétti og einelti í íslensku þjóðfélagi.

 

                                                     Greinarhöfundur er skráður græðari o                                                    og  vinnur við

                                                      hefðbundnar heildrænar meðferðir.

                                                       Á. Svava Magnúsdóttir.

 

mßnudagur 11 nˇvember 11 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...