Skortur á snertingu

Í dag er skortur á líkamlegri snertingu

Svava Magnúsdóttir hjá Nuddstofunni Umhyggju segir ástæður þess að fólk fari í nudd hafa breyst á örfáum árum. Því valdi streita og álag nútímans, en einnig sú staðreynd að fólk sé farið að vera sér meðvitaðra um mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða

Nudd er einn af þeim þáttum sem nauðsynlegir eru á þeim tímum sem við lifum nú. Auk hinnar margumtöluðu streitu og álags, leggjum við langar setur við tölvur, akstur og vanabundin störf á skrokkskjóðuna. Liðir og vöðvar stirðna og stífna og þá er bara að finna réttu lausnina til að liðka kerfið aftur svo það verði nothæft.

Nuddstofan Umhyggja við Vesturgötu 32 hefur um árabil verið að fjölga þeim nudd og meðferðarúrræðum sem hægt er að beita þegar allt er komið í óefni – en þó helst áður. Þar starfa sex nuddarar, þær Ástríður Svava Magnúsdóttir, Borghildur Brynjarsdóttir, Valborg Oddsdóttir, Gréta Gunnarsdóttir, Svava Gunnarsdóttir og Ásdís Baldvinsdóttir.
Eigandi Umhyggju er Á. Svava Magnúsdóttir og segir hún helstu nýjungarnar hjá stofunni vera Regndropameðferð, MA-URI nudd og NLP ráðgjöf.

“NLP er fljótleg og áhrifarík aðferð sem var þróuð af John Grinder og Richard Bandler til að vinna með undirmeðvitund og mannlega hegðun,” segir Svava. “Með NLP er hægt að sýna fólki hvernig samskipti hafa áhrif á það og hversu mikil áhrif af huglægri reynslu geta verið. Þessi aðferð á stöðugt meiri velgengni að fagna, meðal annars innan stjórnunar- og markaðsfræða, kennslu og meðhöndlunar þar sem hægt er að finna ómeðvitaða hæfileika hjá einstaklingnum með einföldum æfingum og hjálpa þeim að nýta þá á jákvæðan hátt í lífi og starfi.
Ef þú átt þér til dæmis draum, þá er hægt að hjálpa þér að finna leið til þess að gera hann að veruleika.”

Höldum í tómt bull sem við höfum ekkert við að gera

Á hverju byggist NLP ráðgjöf?
“Þetta er samtals og samskiptatækni sem notuð er til þess að byggja upp jákvæðari og sterkari einstaklinga með því að losa um innri blokkeringar. Til dæmis má geta þess að íþróttafólk og íþróttalið sem eru að standa sig framúrskarandi nota NLP ráðgjafa (coatsing) í auknu mæli til að bæta árangur sinn

Hvað áttu við með innri blokkeringar?
“Við erum, frá fæðingu, að taka inn skilaboð; alltaf að hlaða inn á harða diskinn. Mikið af því er tómt bull eða var rétt á sínum tíma, en er orðið úrelt með tímanum. Þessi skilaboð höldum við í en höfum ekkert við að gera lengur. Ég nefni sem dæmi manneskju sem var kennt mjög rækilega í æsku að það væri stórhættulegt að fara yfir götu. Núna, þegar hún er orðin fullorðin, fyllist hún slíkri skelfingu ef hún þarf að fara yfir götu að hún getur það ekki. Það segir sig sjálft að þetta setur lífi hennar óviðunandi skorður. Með NLP ráðgjöf er hægt að hjálpa fólki til að sjá leiðir út úr slíkum krísum. Þetta er aðferð sem er mikið að ryðja sér til rúms til dæmis í Bandaríkjunum og Skandinavíu.”

Hvaða nudd og líkamsmeðferðir bjóðið þið helst upp á?
“Boðið er upp á nálastungur, sem er ein af elstu lækningaaðferðum mannkynsins, eða fimm þúsund ára gömul. Hjá heilbrigðum einstaklingum er orkuflæðið breytilegt en stöðug í orkubrautum. Orkubrautirnar liggja um líkamann og tengja öll líffæri og líkamskerfi. Ef ójafnvægi verður á orkuflæði líkamans, fylgja því oft sjúkdómar ef ekkert er að gert. Með púlsmælingu er hægt að finna hvar ójafnvægið liggur og orkuflæðið er leiðrétt með nálastungum í viðkomandi punkta á orkubrautunum. Þessi lækningaaðferð er bæði notuð sem fyrirbyggjandi meðferð, verkjameðferð og til hjálpar sjúkum til betri heilsu á ný.

Vöðva og hreyfifræði (kinesiologi) er aðferð sem á rætur að rekja til kínverskra lækninga. Leitast er við að jafna orkuflæði 14 orkurása líkamans en ójafnvægi í þeim getur verið grundvöllur vanheilsu. Tilgangurinn er að koma á jafnvægi í orkubrautum. Þetta er gert með vöðvaprófum og þrýstingi á sérstaka punkta.

Þrýstipunktanudd byggir á sömu heimspeki og nálastungur en hér er notaður þrýstingur með fingrum í stað nála. Með þessari ævafornu aðferð má, meðal annars, koma jafnvægi á líkamann og gera hann hæfari til sjálfshjálpar. Einnig er þrýstipunktanudd afar áhrifaríkt við hvers kyns langvinnum verkjum, eins og bakverk, hálsríg, höfuðverk, hné- og axlameinum, svo eitthvað sé nefnt.”

Ásamt íþróttanuddi og sænsku vöðvanuddi bjóðum við einnig upp á svæða- og viðbragðsnudd, sem byggir á þeirri kenningu að ákveðin svæði eða viðbragðspunktar hafi áhrif á líffæri, stoðkerfi, innkirtla og alla aðra starfsemi líkamans. Með því að nudda eða þrýsta á þessa viðbragðspunkta getur nuddari dregið verulega úr spennu í líkama nuddþega og lagað þannig til dæmis, höfuðverk, svefntruflanir og marga aðra kvilla.

Triggerpunktar og vöðvateygjur eru enn ein leiðin. Triggerpunktar myndast vegna áverka eða mikils álags á vöðva. Þeir valda í flestum tilfellum miklum sársauka og hamla hreyfigetu fólks. Með sérstöku nuddi og vöðvateygjum er hægt að losa um þessa punkta, teygja viðkomandi vöðva og auka blóðstreymi til þeirra.

Við ilmolíu- og sogæðanudd eru ilmkjarnaolíur oftast bornar á líkamann með nuddi. Virkni ilmolíanna er tvíþætt; annars vegar smýgur olían inn í hörundið við nuddið, hins vegar við innöndun ilmsins. Um leið örvar nuddið sjálft sogæðakerfið. Þetta er mjög áhrifaríkt við streitulosun og gegn bjúgmyndun.
Kristalheilun og regndropameðferð

Kristalheilun er meðferð sem passar okkar tímum vel. Í nútímaþjóðfélagi er mikill hraði og spenna sem leiðir oft til vanlíðunar og öryggisleysis. Heilun með kristöllum, tónum og olíum er ævaforn aðferð til þess að koma huga og líkama í jafnvægi. Auk þess hefur hún styrkjandi og uppbyggjandi áhrif á taugakerfið og gefur góða slökun.

Önnur nýjung hjá okkur er “Raindrop” meðferð, sem er hryggsúlumeðferð með ilmkjarnaolíum. Raindrop er áhrifarík, en mild, tækni til að hjálpa líkamanum að leiðrétta misfellur í sveigjum hryggsúlunnar. Á þeim rúmlega tuttugu árum sem þessari tækni hefur verið beitt, hafa þúsundir einstaklinga með hryggskekkjur og kryppur komist hjá skurðaðgerð með því að nýta sér hana. Það var bandaríski náttúrlæknirinn Gary Young sem þróaði Raindrop tæknina i samstarfi við Lakota indíánalækninn Wallace Black Elk. Tæknin felst í því að notaðar eru saman ilmkjarnaolíur, nuddtækni og Vita Flex svæðameðferð.

Ilmkjarnaolíurnar sem notaðar eru í Raindrop eru meðal annars, timian, oregano, basil wintergreen/birch, cypress, marjoram og piparmynta. Tæknin byggir á þeirri kenningu að veirur og sýklar valdi bólgum og því eru notaðar mjög sýkladrepandi olíur sem miða á sama tíma að því að eyða bólgum og þeim sýklum sem valda henni. Olíurnar eru látnar drjúpa úr fimmtán sentimetra hæð á bakið og nuddaðar inn í hryggsúlu og bakvöðva.”

Nudd frá frumbyggjum Pólýnesíu
“Fyrir mjög svo stuttu byrjuðum við síðan að bjóða upp á MA-URI nudd. Þetta er sérstæð nuddmeðferð, þróuð út frá aldagömlum lækningahefðum frumbyggja Pólýnesíu. MA-URI er heildræn meðhöndlun sem tengist líkama, hug og tilfinningum. Tónlistin er veigamikill þáttur í meðhöndluninni. Hreyfingar MA-URI meðhöndlara fylgja kerfi sem grundvallast á ákveðnum sporum og beitingu framhandleggja á sérstakan hátt. Snertiflöturinn verður ýmist stór eða mjög afmarkaður, sem er mikilvægur þáttur í að gera áhrif nuddsins djúpvirkari.

Síðast, en ekki síst, bjóðum við upp á meðhöndlun við grindargliðnun, en um 35% kvenna líða að þeim kvilla á meðgöngu og margar eru með verki löngu eftir að barnið er fætt. Einkennin koma fram í mjaðmagrind þegar vöðvar, sinar og liðbönd ráða ekki við að halda grindinni í réttum skorðum. Það er losað um spennu og teygt á vöðvunum, sinum og liðböndum í rassi og mjaðmagrind. Oft fylgja verkir í lífbeini og þá eru þeir lagaðir með viðeigandi aðferðum. Auk þess eru veittar ráðleggingar varðandi fæði, vítamín og líkamsæfingar. Markmiðið er að viðkomandi verði verkjalaus.”

Áður lúxus, nú nauðsynlegt mótvægi

Hver mundir þú segja að væri helsta ástæða þess að fólk fari í nudd?
“Sumir koma til þess að láta laga hjá sér orkuna, aðrir vegna þess að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá þeim, eða það hefur verið veikt. Sumir koma í nokkra tíma á stuttum tíma á meðan þeir eru að ná bata og síðan öðru hverju yfir árið til þess að láta fylgjast með sér. Ennfremur kemur fólk einfaldlega til þess að láta sér líða vel.”

Hvað er það við nudd sem veitir vellíðan?
“Það er slökunin, auk þess sem verið er að hreyfa við ýmsu. Blóðstreymi, sem og annað strymi líkamans eykst og þá kemst á jafnvægi. Snertingin skapar vellíðan og þá ekki síður sá tími sem nuddarinn gefur skjólstæðingi sínum. Fólk getur öruggt tjáð tilfinningar sínar og veit að það er verið að hlusta og það sem sagt er fer ekki lengra, því við göngunst undir þagnarheit.

Í dag er svo mikill skortur á líkamlegri snertingu. Fólk er orðið svo fjarlægt.

Þegar ég byrjaði að vinna við nudd fyrir fimmtán árum kom fólk helst til nuddara til þess að láta dekra við sig. Þetta var lúxus. Núna kemur fólk til þess að bæta heilsu sína og líðan. Það er orðið mun algengara að litið sé á nudd sem nauðsynlegt mótvægi við þá streitu sem er í nútímaþjóðfélagi. Hún er rót margra sjúkdóma. Í nuddi losnar um streituna og fólk endurnýjar orkuna.
Krabbameinssjúklingar koma mikið til okkar til þess að fá hjálp við að byggja upp orkuna, fólk með stoðkerfisvandamál sækir mikið í nálastungur, þrýstipunkta- og vefjanudd, fólk með bjúg og vefjaverki vill ilm- og sogæðanudd og þannig mætti lengi telja.

Við lítum á manneskjuna heildrænt og vinnum inn á líkamleg, andleg og huglæg svið.

Í stað þess að vera alltaf að vinna með einkenni og afleiðingarnar, leitum við að orsökinni og vinnum frá upphafinu. Ég nota oft líkinguna um húsið sem lekur...
Sem er?

“Ef húsið þitt lekur og þú bregður á það ráð að gera við sprunguna innanfrá og málar svo yfir, kemur hún aftur í ljós næst þegar rignir. Þetta gerist aftur og aftur þangað til þú gerir við sprunguna utan frá. Við erum að gera við sprungur utan frá.”

Morgunblaðið 2003
Súsanna Svavarsdóttir


Á nuddstofunni Umhyggju er líkamanum m.a. hjálpað í jafnvægi

Myndtxt: Svava Magnúsdóttir græðari og heilsunuddmeistari og eigandi nuddstofunnar Umhyggju.

Markmið Græðara á Umhyggju er að efla heilbrigði og auka vellíðan með því
að styrkja einstaklinga til ábyrgðar á eigin heilsu; bjóða upp á heildræna þjónustu sem bætir heilsuna og veita ráðgjöf um forvarnir. Hvetja einstaklinga til sjálfshjálpar með því að bæta lífshætti, breyta lífsstíl og efla forvarnir.

Nuddstofan Umhyggja hefur starfað í Vesturbænum nánar tiltekið á Vesturgötu 32 sl. 10 ár.

Á. Svava Magnúsdóttir eigandi stofunnar sem meðal annars er græðari, heilsunuddmeistari og nálastungufræðingur, segir að stígandi hafi verið í starfinu öll þessi ár og í dag starfi á Umhyggju auk hennar þrír aðrir græðarar, þær Ásdís Fanney Baldvinsdóttir græðari og heilsunuddmeistari, Valborg Oddsdóttir græðari og Borghildur Brynjarsdóttir nuddfræðingur.

Aðspurð segir Svava að yfir tuttugu mismunandi meðferðarform sé boðið upp á á Umhyggju. Allt eru þetta heildrænar meðferðir, en það þýðir að unnið er með einstaklinga sem eina heild (en ekki sem aðskilda hluta á sama einstaklingnum) Við lítum á manneskjuna heildrænt og vinnum á líkamlegum, andlegum og huglægum nótum. Í stað þess að vera alltaf að vinna með einkenni og afleiðingarnar, leitum við að orsök vandans og vinnum út frá henni.

Skjólstæðingar sem leita til Umhyggju eru á öllum aldri, allt frá ungabörnum með magavandamál eða eingöngu óværð til eldra fólks allt að níræðu og allt þar á milli.

Aðspurð segir Svava að helstu ástæður fyrir því að fólk fari í nudd vera margvíslegar, “Sumir koma til þess að láta laga hjá sér orkuna, aðrir vegna þess að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá þeim, eða það hefur verið veikt. Sumir koma í nokkra tíma á stuttum tíma á meðan þeir eru að ná bata og síðan öðru hverju yfir árið til þess að láta fylgjast með sér. Ennfremur kemur fólk einfaldlega til þess að láta sér líða vel.”

Það sem veldur mestri vellíða við nuddið er slökunin sem smám saman kemur jafnvægi á líkamsstarfsemina, þá hverfa oft ýmsir kvillar því nudd eykur vellíðan og bætir heilsuna og hjálpar líkamanum í jafnvægi

Svava segir nuddara ekki vera lækna, en hjálpi fólki oft til að verða frískt. Einn tími, sem er 60 mínútur, kostar 5.500 krónur, en vegna 10 ára afmælis stofunnar er veittur 10% afsláttur næstu 10 daga.
Nudd er nærandi en á Umhyggju er boðið upp á allar helstu tegundir meðhandlana, s.s. heildrænt nudd, þrýstipunktanudd, vöðva- og hreyfifræði, slökunarnudd, íþróttanudd, svæða- og viðbragðsnudd, ilm- og sogæðanudd, meðhöndlun við grindargliðnun og

NLP ráðgjöf sem er hugræn atferlismeðferð, en með einöldun æfingum er hægt að finna og virkja ómeðvitaða hæfileika hjá einstaklingum. Þessir hæfileikar eru gerðir meðvitaðir svo hægt sé t.d. að nýta þá hjá einstaklingnum í einkalífinu, í íþróttum og í atvinnulífinu svo eitthvað sé nefnt.
Nýjustu meðferðaformin sem boðið er upp á er Regndropameðferð, MA=URI nudd Eyrnakertameðferð og Kinesio-Teiping, Kinesio - Teiping.

Fyrir skömmu fóru þær Svava og Ásdís á námskeið í Kínesio- Taping, en það er meðferðarform þar sem límband eða plástur er sett á líkamshluta sem orðið hafa fyrir áverka eða jafnvel aðeins smá hnikk þannig að verkur hlýst af. Kinesio

Taping meðferðin er upprunin frá Japan af Dr. Kenzo Kase sem er kinesiolog og kíropraktor en hann fór að þróa aðferðina fyrir um 30 árum. Þegar meiðsl hafa orðið og verkur, doði og/eða orkuleysi þjaka einstakling er byrjað á því að athuga hvaða vöðvi, sin eða liðband er í ólagi eða hvar innra mein liggur, s.s. bólgur eða mar. Þetta er funndið með vöðvaprófun, síðan er orkujafnvægi vöðvans leiðrétt með þrístipunktum og að lokum er límband sett á vöðvann eða meiðslin með mismunandi aðferð eftir því hvaða meiðsl er í gangi hverju sinni.

Límbandið er ólíkt öllum sjúkra- og íþróttalímböndum og virkni þess er einstakt.

Vesturbæjarblaðið sept. 2007

laugardagur 7 desember 12 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...