Námskeið

Námskeið
Hagnýt kinesiologi og kinesio-teipun


Markmið námskeiðisins:

Að nemendur kynnist undirstöðuatriðum hagnýtrar kinesiologiu (applied kinesiology).  Í lok námskeiðisins á nemandinn að geta gert vöðvapróf, leiðrétt orkuójafnvægið með þrýstipunktum og kinesio-teipi.

Námslýsing:
Í hagnýtri kinesiologiu er stuðst við þá kenningu að hægt er að hafa áhrif á flæði líkamans með punktanuddi. Unnið er út frá sömu lögmálum og kínverska nálastungukerfið byggir á. Vöðvaprófunum er beitt til að meta orkuástand líkamans og  virkni orkubrauta og með sérhæfðu punktanuddi má síðan endurheimta jafnvægi og koma í veg fyrir sjúkdóma. Unnið er heildrænt með skjólstæðinginn og lögð áhersla á að finna orsök ójafnvægisins.
 
Á námskeiðinu er farið í prófanir á 44 vöðvum og nemendum kennt að meta orkuna til þeirra og leiðrétta orkuflæðið.
 
Virkni límplástursins er aðalega fernskonar. Endogen verkjastilling, vöðvavirkni, sogæðavirkni og verkun á liði.  Meðferðin var þróuð út frá hagnýtri kinesiologiu á áttunda áratug síðustu aldar og styður hún við og eykur þann bata sem komið er af stað með hagnýtri kinesiologiu.   Nemendum verður kennt að nota sérhæfðan límplástur, sem er ólíkur öllum sjúkra- og íþróttalímböndum.  Límplásturinn er settur á líkamshluta sem orðið hefur fyrir áverka eða hnykk svo verkur, doði eða orkuleysi hefur hlotist af.  Byrjað er á að athuga með vöðvaprófunum hvaða vöðvi, sin eða liðband er í ólagi eða hvar innra mein liggur (bólgur, mar). Orkuójafnvægi vöðvans er síðan leiðrétt með þrýstipunktum og að lokum er límplástur notaður á vöðvann eða meiðslin. Límplásturinn er settur á á ákveðinn hátt  þannig að hann losar um þrýsting af völdum húðar og eykur þannig blóðflæði, sogæðaflæði og orkuflæði um svæðið og flýtir fyrir losun bólguvaldandi efna. Límplásturinn eflir sogæðastreymi um vöðva og er því mjög góður við bólgu, bjúg og öllum blæðingum, bæði djúpum og grunnum. Mismunandi aðferðum er beitt eftir því hver meiðslin eru. Rof á vöðvafelli (fascia) veldur verkjum og heftir vöðvastarfsemi. Með sérstakri ásetningu límplásturs eykst gróandi vöðvafellsins og eðlileg vöðvastarfsemi endurheimtist.  Meðferð með límplástri stendur samfellt í minnst fjóra sólarhringa og er alveg sársaukalaus.
 
 Á námskeiðinu verður farið í undirstöðuatriði kinesio-teipunar og fá nemendur verklega þjálfun í meðhöndlunum.

Námskeiðið er ætlað fagfólki s.s. græðurum, heilsunuddurum, sjúkraþjálfurum og sjúkranuddurum.
Námskeiðið verður tveggja helga (gæti einnig orðið kvöldnámskeið og þá frá kl. 17 til 21 eða blanda af hvortveggja) og er sniðið fyrir þá sem eru ekki búnir að læra grunn kinesiologi. Fyrri helming námskeiðisins verður farið í hagnýta kinesiologi og kennd vöðvaprófun 44 vöðva og hvernig leiðrétta á orkuna, seinni helminginn verður svo farið í undirstöðuatriði kinesio – teipunar og kinesio - teipun og í leiðinni vöðvatest og leiðréttingu orkunnar.
Kennt verður á föstudegi frá kl. 17 00 til 21 00. laugardag frá 9 00 til 16 00 og sunnudag frá 9 00 til 14 00. (mánudag og miðvikudag frá kl. 17 00 til 21 30 og laugardag frá kl. 9 00 til 16 00).

Nemendafjöldi takmarkast við 16 manns.
Þetta nám kostar 75 000 kr. og innifalið eru námsgögn og tvær teiprúllur ( sem eiga að duga yfir helgina).
Viðurkenningarskjal verður veitt í lok námskeiðsins.

Einnig verður haldið námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur lært kinesiologi þ.e. vöðvaprófun og leiðréttingu á orkunni. Farið verður í upprifjun í kinseiologi og síðan í kinesio-teipun.
Þetta námskeið verður ein helgi eða fjögur kvöld.

Nemendafjöldi takmarkast við 16 manns.
Þetta nám kostar 40 000 kr. og innifalið eru námsgögn og tvær teiprúllur ( sem eiga að duga yfir helgina).
Viðurkenningarskjal verður veitt í lok námskeiðsins.


Bæði námskeiðin verða á haustönn 2013 eða frá enda sept. til loka nóv.


Skráning og nánari upplýsingar hjá Svövu í síma 894 0550 og 551 6146 eða á netfang. nuddstofan@nuddstofan.is

 


Námskeið í meðhöndlun við Grindargliðnun- GrindarlosiÁ áttunda áratug síðustu aldar fóru læknar og ljósmæður að veita því athygli að barnshafandi konur þjáðust oftar og oftar af  bakverkjum og áttu erfitt um gang  á meðgöngunni og jafnvel eftir að barnið var fætt. Ástæðan var óþekkt og lítið vitað um hvað olli þessum sjúkdómi sem  kallast í dag grindargliðnun eða grindarlos. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar og litlar sem engar niðurstöður um orsök sjúkdómsinns.
Um  það bil 35% kvenna finna fyrir grindargliðnun  á meðgöngu. Flestar losna við sjúkdóminn  eftir fæðingu barnsins en rannsóknir hafa sýnt að allt að 8% kvenna hafa einkenni 4 mánuðum eftir fæðingu og 3% hafa einkenni 1 ári eftir fæðingu.
Misjafnlega hefur gengið að hjálpa konum með þeim aðferðum sem notaðar eru
en sumir læknar telja sjúkdóminn ólæknandi ef hann kemst á hátt stig.
Enn í dag er lítið vitað  um hvað veldur sjúkdómnum, þó er líklega hægt að flokka hann undir menningarsjúkdóm sem orsakast af nokkrum samverkandi þáttum.
Má þar t.d. nefna:
•    Ójafnvægi í stoð- og vöðvakerfi, (vöðvarnir toga ekki jafnt í beinin í báðum hliðum).
•    Ójafna spennu á vöðvum.
•    Hormónaójafnvægi, (líkaminn ferof fljótt að framleiða hormón “relaxín” sem losa um brjósk og liðbönd).
•    Lélegt orkuflæði í líkamanum (vöðvarnir fá ekki næga orku til að halda beinunum í réttum skorðum).
•    Hreyfingarleysi.
•    Rangt mataræði.
•    Vítamínskort ( aðalega B- D- og E vítamín).
•    Tilfinningarleg og eða líkamleg áföll ( sem þarf að vinna með).
•    Klippingar í fyrri fæðingum (ör eða blokkeringar í hringvöðva).
•    Spennu í mópurlífi.
Árið 1993 fór ég á námskeið til Danmerkur til að læra meðhöndlun við grindargliðnun og síðan þá hef ég þróað mína eigin aðferð við sjúkdómnum.
Ásamt því sem ég lærði í danaveldi nota ég meðferðirnar:
•    Svæðanudd.
•    Vöðva- og hreyfifræði (kinesiologi).
•    Acupunktur
•    Acupressur.
•    Heilsunudd og vöðvateygjur.
•    NLP (undirmeðvitundarvinnu).
•    Ráðgjöf um mataræði, vítamín og bætiefni og blómadropa.
•    Kinesiologi og kinesio-teipun

Kæri græðari eða heilbrigðistarfsmaður, mér finnst vera kominn tími til að koma frá mér þessari þekkingu og aðferð til að hjálpa konum með grindargliðnun og mun halda námskeið í jan. til mars 2014.


Nánari upplýsingar hjá Á. Svövu Magnúsdóttur í
Síma. 551 6146  551 6153  894 0550.  Netfang. nuddstofan@nuddstofan.is 


 

mßnudagur 11 nˇvember 11 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...