Shiatsu


Shiatsu þýðir fingraþrýstingur á japönsku. 

Meðferðin byggist á orkubrautum og þrýsipunktum til að auka og jafna orkuflæði líkt og í nálastungum.

Shiatsu er forn japönsk líkamsmeðferð þar sem þumlum, fingrum. olnbogum. hnjám og fótum er beitt.

Undirstaða þessarar meðferðar er allfrábrugðin hefðbundnu nuddi, þar sem nuddi er aðallega beitt við vöðva, liðbönd og sinar og hefur nudd því einkum áhrif á vöðvakerfi, blóðrásar- og sogæðakerfi. 

Shiatsu einskorðast meira við ákveðna punkta í því skyni að samræma og örva orkuflæði og opna orkurásir líkamans.

Báðar aðferðirnar eru heildrænar þannig að unnið er inn á líkama, huga og tilfinningar með því að fá jafnvægi inn á viðbragðspunkta og orkubrautir.


Þegar shiatsu er beitt er nuddþegi venjulega alklæddur. Shiatsu er einstaklega árangursrík forvarnarmeðferð og vel til þess fallið að efla þrótt þeirra sem eru ,,langt niðri ,, eða í bata eftir erfið veikindi.

laugardagur 7 desember 12 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...