Nudd

Klassískt nudd/ sænskt vöðvanudd

Klassískt nudd, oft kallað sænskt vöðvanudd.

Leitast er við að mýkja vöðvana og ná fram slökun. Lögð er meiri áhersla á heildina en bara einstaka líkamsparta og þannig stuðlað að aukinni hreyfingu blóðrásar og sogæðavökva.

Þetta nudd er yfirleitt sá grunnur sem nuddarar byggja á.

  

Íþróttanudd

Í íþróttanuddi er lögð áhersla á að losa stíflur í vöðvafestum. Yfirleitt er um djúpt nudd að ræða og lögð áhersla á að hita vöðvana vel. Markmiðið er að koma í veg fyrir álagsmeiðsli með mýkingu vöðva, auðvelda losun úrgangs úr vöðvunum og upptöku næringarefna.

 

Heildrænt nudd

Í heildrænu nuddi er gengið út frá því að hugur, líkami og sál séu ein heild.

Heildrænt nudd er ekki bundið í ákveðið form heldur er þörfum nuddþegans mætt hverju sinni með tilliti til samspils orku og efnis.

Mikil og góð slökun fylgir í kjölfar heildræns nudds og batakerfið á auðveldara með að koma á jafnvægi líkamans.

laugardagur 7 desember 12 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...