Kinesio - Teipun


Kinesio-teipun.  Meðferðin var þróuð út frá hagnýtri kinesiologi og hnikklækningum á áttunda áratug síðustu aldar og styður hún við og eykur þann bata sem komið er af stað með hagnýtri kinesiologi. 

Notaður er sérhæfður límplástur (kinesio - teip), sem er ólíkur öllum sjúkra- og íþróttalímböndum.  Kinesio - teipið er sett á líkamshluta sem orðið hefur fyrir áverka eða hnykk svo verkur, doði eða orkuleysi hefur hlotist af. 

Byrjað er á að athuga með vöðvaprófunum hvaða vöðvi, sin eða liðband er í ólagi eða hvar innra mein liggur (bólgur, mar). Orkujafnvægi vöðvans er leiðrétt með þrýstipunktum og síðan er kinesio - teipið notað.

Kinesio - teipið er sett á á ákveðinn hátt  þannig að það losar um þrýsting af völdum húðar og eykur þannig blóðflæði, sogæðaflæði og orkuflæði um svæðið og flýtir fyrir losun bólguvaldandi efna.
Kinesio - teipið eflir sogæðastreymi um vöðva og er því mjög gott við bólgu, bjúg og öllum blæðingum.
Rof á vöðvafelli (fasciu) veldur verkjum og heftir vöðvastarfsemi. Með sérstakri ásetningu kinesio - teipsins eykst gróandi vöðvafellsins og eðlileg vöðvastarfsemi endurheimtist.

Einnig er hægt að leiðrétta ranga stöðu liða með teipinu.

Meðferð með kinesio - teipi stendur samfellt í minnst fjóra sólarhringa og er alveg sársaukalaus.

Nánar um kinesio - teipun er undir Fróðleikur.

laugardagur 7 desember 12 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...