Kinesiologi


Kinesiologi (vöðva – og hreyfifræði).

Kenningin að baki kinesiologi er komin úr kínverskri læknisfræði en greiningaraðferðin var þróuð á fjórða áratugnum af amerískum liðlækni.

Í grunnkenningunni er því haldið fram að breyting verði á orkuflæði líkamans  við líkamleg eða andleg áföll og ef einstaklingur verður fyrir áhrifum efna  t.d. fæðu  sem hann hefur óþol eða ofnæmi fyrir. Þetta getur einnig átt sér stað ef um huglægt ofnæmi eða tilfinningalegt álag  er að ræða.

Leitast er við að jafna orkuflæði 14 orkubrauta líkamanns, (lífsorkan okkar streymir um líkamann í svokölluðum orkubrautum) en hverri orkubraut tengjast vissir vöðvar og líffæri.

Kinesiologi er meðferðarform þar sem sérhæfð vöðvapróf eru notuð til að greina ójafnvægi á orkuflæði líkamanns. Ójafnvægi getur leitt til sjúkdóma ef ekkert er að gert.

Athugaður er styrkur einstaka vöðva með tilliti til orkuflæðis og fundið út hvaða vöðva og hvaða líffæri vantar orku eða er með of mikla orku.
Ójafnvægið er leiðrétt með nuddi eða þrýsting á áhrifasvæði á líkamanum.

Kinesiologi er hægt að nota á margan annan hátt t.d. til að greina mataróþol og bætiefnaþörf hjá einstaklingum.

Í sambandi við líkamlega verki er fróðlegt að kynna sér meðferðina kinesio-teipun.

 Með kinesiologi er leitað að orsök vandans í stað þess að vinna eingöngu með einkenni.

Kinesiologi hentar flestum, hvort sem vandinn  er sálrænn eða af líkamlegum toga.

laugardagur 7 desember 12 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...