Ilm og sogæðanudd

Sogæðanudd er mjúk meðhöndlun, þar sem sérhæfðar strokur eru notaðar til að örva sogæðakerfi líkamans.

Ef einstaklingur fer að finna fyrir þrota í útlimum eða jafnvel öllum líkamanum, er oft um að kenna vanstarfsemi sogæðakerfisins.

Með sogæðanuddi og einnig endurskoðun á mataræði er í flestum tilfellum hægt að koma jafnvægi á starfsemi sogæðakerfisins.

Ilmkjarnaolíur eru oftast bornar á líkamann með nuddi. Virkni ilmolíanna er tvíþætt, annars vegar smýgur olían inn í hörundið  við nuddið og hins vegar við innöndun ilmsins. Um leið örvar nuddið sjálft sogæðakerfið.

Meðferðin er mild og notaleg og mjög áhrifaríkt við streitulosun og gegn bjúgmyndun.

laugardagur 7 desember 12 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...