Svæðanudd


Svæða- og viðbragðsnudd

Svæða- og viðbragðsnudd er aðalega nuddað á fótum og höndum og byggir á þeirri kenningu að ákveðin svæði eða viðbragðspunktar hafi áhrif á líffæri, tauga-,  vessa-, vefja- innkirtla- og stoðkerfi, og alla aðra starfsemi líkamans.

Með því að nudda eða þrýsta á þessa viðbragðspunkta getur nuddari dregið verulega úr spennu í líkama nuddþega og örvað batakerfi   líkamans.

Með auknu orkujafnvægi hverfa smátt og smátt t.d. höfuðverkur, svefnvandamál og margir aðrir kvillar bæði líkamlegir og tilfinningalegir. Svæðanuddi fylgir mikil slökun.

Svæða – og viðbragðsnudd er mest rannsakaða nuddið  og hafa rannsóknir verið gerðar bæði í Skandinavíu, Bandaríkjunum og einnig stendur yfir rannsókn  á Landspítalanum í Reykjavík og er svæðanuddþjónusta veitt á sjúkrahúsum víða í Evrópu.

laugardagur 7 desember 12 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...