Ónæmisprófun

Fæðu og bætiefnaprófun

Ónæmiskerfi, næring og melting er grunnur góðrar heilsu.

Matur er hluti af lífkeðju okkar, við borðum mat til að fá orku og kraft úr honum en það er ekki alltaf að maturinn gefi okkur orku, stundum tekur maturinn frá okkur orku og þá tölum við um að við höfum óþol fyrir matnum.

Ef við neytum fæðu í einhvern tíma sem tekur frá okkur orku í stað þess að gefa okkur orku þá smátt og smátt veikist ónæmiskerfið, við verðum þreytt, oft lasinn og lumpin, með höfuðverk, meltingin í ójafnvægi eða einhver önnur einkenni líkamleg/tilfinningaleg sem koma upp.
Kinesiologi (Biokinesiologi avanseret) er hægt að nota til að gera ónæmisprófun eða fæðupróf og finna út hvað í mataræði okkar  myndar óþol en það er mjög einstaklingsbundið.

Viðbrögð við inntöku fæðu er hægt að flokka niður í 3 höfuðflokka.
Fæða sem styrkir þig, fæða sem er hlutlaus (hvorki styrkir eða tekur frá þér) og svo fæða sem tekur frá þér.

Ónæmisprófun er framkvæmd með vöðvaprófun og lífsýni (munnvatn) og þú finnur á vöðvastyrknum hvað styrkir þig og hvað tekur frá þér orku.

Ráðgjöf um vítamín, steinefni og ýmis bætiefni ásamt blómadropum.
Markmiðið er að koma á líkamlegu og tilfinningalegu jafnvægi og styrkja ónæmiskerfi.

laugardagur 7 desember 12 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...