Nálastungur (acupunktur)

Nálastungur er ein af elstu lækningaraðferðunum eða um 5000 ára gömul. Hjá heilbrigðum einstaklingum er orkuflæðið breytilegt en stöðugt í orkubrautum.

Orkubrautirnar liggja um líkamann og tengja öll líffæri og líkams-kerfi. Ef ójafnvægi verður á orkuflæði líkamans fylgja því oft sjúkdómar ef ekkert er að gert.

Með púlsmælingu er hægt að finna hvar ójafnvægið liggur og orkuflæðið er leiðrétt með nálastungum í viðkomandi punkta á orkubrautunum. Nálastungumeðferð er bæði notuð sem fyrirbyggjandi meðferð, verkjameðferð og hjálpar sjúkum til betri heilsu á ný.


Eyrnanálastungur

Talið er að um 120 punktar séu á hvoru eyra og að eyru séu spegilmynd líkamans.

Eyrnanálastungur er meðferðaform þar sem nálastungupunktar í úteyra eru notaðir til að meðhöndla ýmiskonar verki og ójafnvægi í líkamanum sem getur leitt til sjúkdóma.

Samband milli eyrna, innri líffæra og nálastunguorkurásanna var fundið fyrir meira en tvö þúsund árum. Í gömlu kínversku læknabókinni Huandi Nei Jing stendur; “Allar rásirnar mætast í úteyranu.”

Þegar ójafnvægi verður í líkamanum verða breytingar á viðkomandi áhrifasvæðum í úteyranu (viðkvæmni, litabreytingar, exem eða byggingalagsbreytingar) og eru það kallaðir svörunarpunktar og þeir eru meðhöndlaðir.

Hinir ýmsu hvillar eru meðhöndlaðir með eyrnanálastungum og er mjög heppilegt að nota þessa meðferð og aðra punkta líkamans samtímis.

Einnig áhrifarík meðferð við fíkn, verkjum, við barnsburð og til deyfingar.

laugardagur 7 desember 12 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...