Stoðkerfisvandamál

                                       Vöðvaspenna

Einkenni aukinnar vöðvaspennu geta komið fram alls staðar í líkamanum. Oftast koma einkenni frá hálsi og mjóhrygg fyrst fram. Höfuðverkir eru afleiðing aukinnar vöðvaspennu og geta valdið ógleði og uppköstum. Spenna í kjálkavöðva framkallar gnístran tanna og getur valdið hryggskekkju. Spenna í andlitsvöðvum veldur verkjum kringum augu og enni. Allir vöðvar geta sýnt merki um spennu en þurfa ekki að valda augljósum einkennum eins og verkjum eða spennu.  Þindin er algengasti vöðvinn sem verður fyrir þessu og einnig grindarbotnsvöðvarnir. Aukin spenna á hálsvöðvum getur valdið “kökktilfinningu” í hálsi, haft áhrif á rödd og valdið að hluta til skrækum taugaveiklunarhlátri sem er algengur hjá þeim sem eru undir álagi. Titringur, skjálfti og kippir eru merki um mikla vöðvaspennu. Fyrir utan hreyfivöðva sem stjórnast af vilja okkar eru líka margir ósjálfráðir vöðvar sem umlykja æðar og þarma sem einnig verða fyrir áhrifum af álagi. Þrálát einkenni geta verið: of hár blóðþrýstingur, mígreni-höfuðverkur, þarmaeinkenni; allt frá magagutli til ropa og aukinnar vindlosunar.
Einkenni vöðvaspennu:

Viljastýrðir vöðvar    Einkenni
Augu
Aftan á hálsi
Bak    Augnþreyta
Spennuhöfuðverkur
Bakverkir
Ósjálfráðir vöðvar    Einkenni
Slagæðar
Þarmar
Magi    Of hár blóðþrýstingur
Ristilkrampi (niðurgangur/hægðatregða)
Vindgangur
Tekið saman af Guðlaugu M. Steinsdóttur   Heimild: Lækningabók heimilanna.

“Leiðin að heilbrigði er að fara í ilmandi bað og fá nudd dag hvern”
Hippocrates 460-377 f.kr.
 

mßnudagur 11 nˇvember 11 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...