Hvað er réttnefni fyrir þjónustuna?

Hefðbundnar meðferðir, óhefðbundnar meðferðir eða heilsutengd þjónusta græðara?


Hefðbundnar meðferðir finnst mér vera réttnefni því flestar þessara meðferða eru byggðar á hefðum, reynslu og þekkingu ýmissa þjóða og hafa verið stundaðar í árhundruð og árþúsundir.

Heilsutengd þjónusta græðara varð hinsvegar ákveðið af nefnd sem kannaði stöðu óhefðbundinna lækninga á Íslandi í samanburð við önnur Evrópulönd og Bandaríkin á árunum 2003 til 2005.

Frá því seint á níunda áratugnum hafa Íslendingar nýtt sér heilsutengda þjónustu ( heilsutengd þjónusta er  utan hins hefðbundna heilbrigðiskerfis) í stöðugt ríkari mæli til að viðhalda og efla heilsuna.

Í samræmi við aukna eftirspurn eykst framboð heilsutengdrar þjónustu  jafnt og þétt. Þjónustan er fjölbreytt og aðferðirnar margvíslegar og ólíkar.

Það getur oft verið erfitt fyrir einstaklinga að vita hvað henti þeim best hverju sinni því hef ég tekið saman stutta lýsingu á nokkrum meðferðaformum sem þú getur nálgast undir MEÐFERÐARFORM hér að ofan.

Sameiginlegt flestum þessara”hefðbundnu meðferða” er að litið er á einstaklinginn heildrænt,  það er, þar sem líkamleg, tilfinningaleg og andleg líðan fylgist að, og unnið er út frá því.


Örlítill fróðleiksmoli um sogæðanudd og ilmkjarnaolíur.

Sogæðanudd er ólíkt venjulegu líkamsnuddi þar sem það er mjög mjúkt og markmiðið annað. Í sogæðanuddi hefur hver stroka tilgang sem er að örva sogæðakerfið og sogæðaeitla til að hreinsa sem mest af eiturefnum og úrgangsefnum sem við söfnum gjarnan upp í líkamanum. Sogæðanuddið örvar blóðflæði til stífra vöðva og veitir einnig frábæra slökun.  Í sogæðanuddinu eru oftast notaðar ilmkjarnaolíur sem eru þá sérvaldar hverju  sinni eftir því hvað  nuddþeginn þarf á að halda.

Ilmkjarnaolíur eru olíur sem unnar eru úr hinum ýmsum hluta jurtanna t.d. blóminu, rótinni, laufinu og ávöxtunum svo eitthvað sé nefnt. Víðtækur lækningarmáttur olíanna  hefur  þekktst í árþúsundir.
Ilmkjarnaolíur eru notaðar á ýmsan hátt. Þó aðallega á tvo vegu. Annars vegar með innöndun en með innöndun á olíunum í gegnum nefið fáum við boð í ákveðnum stöðvum í heila sem virkja áhrif olíanna út í blóðrásina. Svo hins vegar í gegnum húðina þá t.d. með nuddi eins og sogæðanuddi eða útí bað.  Ganga olíurnar þá inní blóðrásar- og sogæðakerfið og um leið líka í gegnum þefskynið. Olíurnar eru stundum líka bornar beint á húð eins og t.d. Lavender á brunasár eða önnur sár því hún er talin vera mjög græðandi.
Svo er t.d. Eucalyptus sem er sérstaklega góð við ýmsum kvefkvillum eins og t.d. hósta og ennisholubólgum. Þá er gott að setja 2 – 3 dropa af olíunni í tissjú og anda að sér í gegnum nefið af og til eða setja út í sjóðandi vatn og anda að sér með gufunni.
 
Athugið að ætíð skal leita ráða hjá fagmanni áður en olíurnar eru notaðar því sumar eru mjög sterkar og geta valdið skaða,  sérstaklega hjá ófrískum konum og börnum.    

Vonandi gefur þessi pistill smá innsýn á sogæðanuddið og ilmkjarnaolíur sem eru á svo margan hátt áhugaverðar.

Ásdís F. Baldvinsdóttir
Heilsunuddari og græðari.


                 
Grindargliðnun- Grindarlos


Á sjöunda áratugnum  fóru læknar og ljósmæður að veita því athygli að barnshafandi konur þjáðust oftar og oftar af  bakverkjum og áttu erfitt um gang  á meðgöngunni og jafnvel eftir að barnið var fætt. Ástæðan var óþekkt og lítið vitað um hvað olli þessum sjúkdómi sem  kallast í dag grindargliðnun eða grindarlos. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar og litlar sem engar niðurstöður um orsök sjúkdómsinns.

Um  það bil 35% kvenna finna fyrir grindargliðnun  á meðgöngu. Flestar losna við sjúkdóminn  eftir fæðingu barnsins en rannsóknir hafa sýnt að allt að 8% kvenna hafa einkenni 4 mánuðum eftir fæðingu og 3% hafa einkenni 1 ári eftir fæðingu.
Misjafnlega hefur gengið að hjálpa konum með þeim aðferðum sem notaðar eru
en sumir læknar telja sjúkdóminn ólæknandi ef hann kemst á hátt stig.

Enn í dag er lítið vitað  um hvað veldur sjúkdómnum, þó er líklega hægt að flokka hann undir menningarsjúkdóm sem orsakast af nokkrum samverkandi þáttum.
Má þar t.d. nefna:
•    Ójafnvægi í stoð- og vöðvakerfi, (vöðvarnir toga ekki jafnt í beinin í báðum hliðum).
•    Ójafna spennu á vöðvum.
•    Hormónaójafnvægi, (líkaminn fer of fljótt að framleiða hormón “relaxín” sem losa um brjósk og liðbönd).
•    Lélegt orkuflæði í líkamanum (vöðvarnir fá ekki næga orku til að halda beinunum í réttum skorðum).
•    Hreyfingarleysi.
•    Rangt mataræði.
•    Vítamínskort ( aðalega B- D- og E vítamín).
•    Tilfinningarleg og eða líkamleg áföll ( sem þarf að vinna með).
•    Klippingar í fyrri fæðingum (ör eða blokkeringar í hringvöðva).
•    Spennu í móðurlífi.

Árið 1992 fór ég á  námskeið til Danmerkur til að læra meðhöndlun við grindargliðnun og síðan þá hef ég þróað mína eigin aðferð við sjúkdómnum.
Ásamt því sem ég lærði í danaveldi nota ég meðferðirnar:
•    Svæðanudd.
•    Vöðva- og hreyfifræði (kinesiologi).
•    Acupunktur.
•    Acupressur.
•    Heilsunudd og vöðvateygjur.
•    NLP ráðgjöf (hugræn atferlismeðferð).
•    Ráðgjöf um mataræði, vítamín og bætiefni og blómadropa.
•    Kinesio-teipun.


Grindargliðnun eru einkenni sem koma fram í mjaðmagrind þegar vöðvar og sinar ráða ekki við að halda grindinni í réttum skorðum. Grindargliðnun er algengt vandamál hjá vanfærum konum svo og  karlmönnum sem eru með mikla ístru.

Það er mjög misjaft hversu margar meðhandlanir einsraklingur þarf  til að verða verkjalaus en 3 til 6 skipti nokkur þétt er algengt. Þegar ástandið er orðið gott er nóg að koma stöku sinnum – rétt til þess að halda stöðugu ástandi meðan á þungun stendur. Flestar konur finna síðan ekkert fyrir grindargliðnuninni eftir fæðinguna en sumar eru  slæmar eftir fæðinguna og þurfa þá að koma í nokkra tíma.

Hvað karlana varðar þá hverfur ístran ekki svo glatt svo það þarf að hjálpa þeim til að taka á þessu vandamáli þannig að þeir losni við  óþægindi í grindinni og mjóbaki.

Á. Svava Magnúsdóttir

Heilsunuddmeistari m.m.

hef sérmenntun í sambandi við grindargliðnun.

Bowentækni

Bowentækni  er eitt einfaldasta og áhrifaríkasta meðferðarform sem til er. Tæknin er kennd við mann að nafni Tom Bowen fæddan 1914 í Ástralíu. Hann vann sem ungur maður erfiða verkavinnu og horfði upp á vinnufélaga sína þjást af ýmsum álagsmeiðslum. Hann fékk mikinn áhuga á að hjálpa þeim til betri heilsu og fór að þróa með sér þessa meðhöndlun með undraverðum árangri.  Smám saman fór það að spyrjast út og fór svo að Tom vann orðið eingöngu sem meðhöndlari.  Árið 1960 var hann með vinsælustu meðhöndlurum í landinu.   Tom Bowen  fór svo að kenna tæknina sína sem svo barst til Bretlands um 1993 og þróaðist í það form sem er kennt í dag.

Bowentækni er mjúk og græðandi meðferð sem hjálpar líkamanum að ná sínu eðlilegasta ástandi og kemur jafnvægi á bæði líkamlegt og andlegt ástand.  Ákveðið heilunarferli fer í gang þar sem á sér  stað, m.a. verkjalosun,  slökun og endurnýjun á orku.

Bowenmeðferðin felst í röð mjúkra rúllandi hreyfinga sem gerðar eru með þumlum og fingrum yfir vöðva, sinar og bandvef.  Það sem gerist er, að frá svæðinu sem hreyfingin er gerð, fara skilaboð af stað með taugakerfinu upp í heila sem síðan sendir boð tilbaka um að fara gera við þau svæði sem þarfnast lagfæringa. Til þess að líkaminn  og heilinn nái að meðtaka skilaboðin þarf meðferðaraðilinn að yfirgefa herbergið í nokkrar mínútur á milli ca 4 hreyfinga. Þetta er lykilatriði í meðferðinni til að ná sem bestum árangri. Undantekning er þó þegar ung börn eiga í hlut því líkami þeirra er svo fljótur að vinna úr skilaboðunum.

Galdurinn við Bowentæknina er að lítið þarf að gera til þess að fá líkamann til að laga sig sjálfur og hægt er að meðhöndla fólk á öllum aldri með hvaða mein sem er. Bowen er einstaklega áhrifaríkt t.d. á ungbarnakveisur, ýmsa stoðverki eins og bak- og hálsverki, hné- og ökklaverki  og íþróttameiðsl. Einnig virkar Bowenið mjög vel  t.d. á, öndunarfæravandamál, sogæðavandamál, meltingartruflanir, síþreytu,  svefntruflanir og svona mætti lengi telja.

Meðferðin tekur yfirleitt frá 35-50 mínútur og hægt er að vinna að mestu yfir þunn föt.  Mælt er með 2-3 meðferðum með viku millibili til að fá marktækan árangur en stundum eru fleiri skipti nauðsynleg. Til að hámarksárangur náist er mælt með að aðrar líkamsmeðferðir séu ekki teknar samhliða Bowen.  Ástæðan er sú að þá er of mikið að gerast í líkamanum og meðferðin nær ekki að skila tilætluðum árangri.

Bowentæknin er meðferð sem fær sífellt meiri athygli vegna þess hve áhrifarík hún er og í dag er hún notuð á hinum ýmsu stofnunum og endurhæfingardeildum sjúkrahúsa í Bretlandi.  Í Durham í Bretlandi, er t.d. heilsu- og endurhæfingasetur fyrir íþróttafólk en þar eru 34 starfsmenn, allir sérhæfðir í Bowen.  Einnig hafa mörg bresk íþróttafélög, t.d. Middlesbrough football club,  ráðið til sín Bowentækna , til að flýta fyrir bata hjá meiddum leikmönnum og  til að fyrirbyggja meiðsli, með góðum árangri.

Ásdís Fanney Baldvinsdóttir.                                                                                                           Heilsunuddari og Bowentæknir                                                                                                                          Netfang:  asdisfanney@simnet.is

laugardagur 7 desember 12 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...