Sagan


Sumarið 1997 fór ég að bræða með mér að setja upp nuddstofu í miðbæ Reykjavíkur en þá hafði ég í 7 ár rekið Nuddstofuna í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði ásamt vinkonu minni og kollega Sigurósk Svanhólm.

Mig langaði í nudd- og meðferðarstofu sem væri hlýleg og héldi vel utanum fólk sem til mín leitaði, veitti öryggi og umhyggju ásamt ábyrgri og faglegri meðhöndlun velmenntaðra meðferðaraðila.

Draumarnir voru  stórir get ég sagt þér og seinnipart sumars fékk ég þær Sigurósk Svanhólm, Anne May Sæmundsdóttur og Báru Hreiðarsdóttur til samstarfs um stofnun stofunnar.
 
Nuddstofan Umhyggja var stofnuð  í september 1997 og formleg opnun var í byrjun október með heljarinnar veislu fyrir fjölskyldumeðlimi, vini og skjólstæðinga og Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur kom og söng fyrir okkur nokkur lög.
                                        
Frá 2003 hef ég ein rekið Nuddstofuna Umhyggju  en með mér hafa alltaf unnið frábærir meðferðaraðilar og græðarar.

Frá upphafi hafa þær kröfur verið gerðar á Nuddstofunni Umhyggju að þar starfi aðeins fólk með fullgilda menntun í sínu fagi, og eru ábyrgir og metnaðarfullir meðferðaraðilar.

Einnig vona ég að Nuddstofan Umhyggja beri nefn með rentu svo að skjólstæðingar njóti umhyggju hér hjá okkur.


Græðarar á Nuddstofunni UmhyggjuÁstríður Svava Magnúsdóttir

Ásdís Fanney Baldvinsdóttir

Borghildur Brynjarsdóttir

mßnudagur 11 nˇvember 11 2019
Nřjustu frÚttir
Kæru skjólstæðingar.Við verðum mættar til starfa...
Haldið verður námskeið í kinesio-teipun fyrir fagfólk sem hefur...
Kæri skjólstæðingur og eða verðandi skjólstæðingur...